30.12.2007 | 00:50
Jólaklifur
Annan í jólum fórum við Pési í smá ísbarning. Stefnan var tekin á Vatnsdalinn. Við fórum af stað um 10 leitið á Hilux frá björgunarsveitinni Húnum. Það var ótrúlega erfitt að vakna eftir jólaleti síðustu daga. Veðrið var vetrarlegt eins og eðlilegt er á þessum árstíma. Í Víðidalnum mættum við snjóruðningstæki frá Vegagerðinni af minnstu gerð, sennilega Hilux. Um klukkan 11 vorum við mættir á svæðið og búnir að finna okkur foss austan megin í Vatnsdalnum, og tilbúnir að rölta af stað með tilheyrandi búnað á bakinu. Ég hélt að það ættlaði aldrei að birta. Annað slagið var boðið upp á snjómuggu, en það var ca. 2 stiga frost. Fossinn sem við fundum er ágætlega hár, ég mundi giska svona 40 - 50 metrar upp að stalli en þar fyrir ofan er minni bratti. Vegna þess hversu ótraustur ísinn var þá þorðum við ekki að fara mjög hátt, fórum í mesta lagi svona 10 metra. Samt bara fínt. Ég setti tvær ísskrúfur og svo tókum við nokkrar toperope æfingar með smá hliðrunum. Fossinn var ófreðinn í miðjunni þannig að hann frussaði vatni yfir mig svo ég varð m.a. blautur á höndunum. Þá verður manni helvíti kalt. Þetta var samt hressandi.
Þegar við vorum báðir orðnir nokkuð ánægðir með okkur fórum við heim. Við vorum komnir til Hvammstanga rétt fyrir 3. Þá brunaði ég út að Tjörn þar sem var jólaboð í fullum gangi. Þar voru saman komnir ættingjar og úrval af Hnallþórum eins og hver gat í sig látið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2007 | 22:53
Jólaskíði
Um tvö leitið dag gerði ég tilraun til að fara á skíði. Í einhverju bjartsýniskasti setti ég gönguskíðin á toppinn á jeppanum mínum og keyrði upp að tjaldstæðinu í Kirkjuhvammi. Þar steig ég á skíðin og gekk af stað upp með norðari gilbrúninni. Þegar ég var kominn upp að girðingu sá ég að þetta var bara rugl og snéri við, semsagt alltof lítið af snjó. Áður en ég fór að heiman var ég búinn að segja að það væri aðeins ein leið til að komst að því hvort það væri skíðafæri eða ekki, sem væri að fara út og gá. Ég náði meira að segja að detta á leiðinni niður að tjaldstæði þegar ég flækti hægra skíðið í þúfu sem stóð upp úr snjónum. Þarna var mjög óslétt vegna snjóleysis.
En þar sem mér fannst þessi skíðaferð heldur í styttra lagi og ennþá smá eftir af birtu þá brá ég á það ráð að skilja bílinn eftir og halda áfram að renna mér. Ég fór framhjá þjónustuhúsinu og smellti mér svo á Orminn langa en svo kallast göngustígur sem liggur frá Hvamminum niður að kaupfélaginu. Þarna fékk ég ágætis rennsli sem endaði niðri á bryggju. Þökk sé fyrrverandi umhverfisstjóra Húnaþings vestra fyrir að hafa látið gera þennan stíg.
Jólakveðja
Eyþór Kári
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2007 | 02:24
Jólakveðja
Vegna þess að núna eru jólin í þann veginn að fara að bresta á með tilheyrandi gleði og fögnuði sendi ég öllum sem ég þekki miklar og góðar jólakveðjur með áramótaívafi. Megi nýtt ár innihalda heilmikið af snjó og frosti fram á vor, ásamt ýmiskonar ævintýrum. Þeir sem vilja minnast mín er bent á að rita nafn sitt í gestabók mína eða skrifa komment við færslur.
Eyþór Kári Eðvaldsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.12.2007 | 22:44
Ísklifur í Draugagili
Í dag fóru ég og Pési í ísklifur. Við fórum af stað fjótlega eftir hádegi á björgunarsveitarbíl frá Húnum. Við Byrjuðum á að keyra upp í Kirkjuhvamm og fylgdum slóðinni sem farið er eftir þegar komið er úr fjallaskokkinu. Þá þurfti að fara í gegnum þrjú hlið. Þunn snjóslykja var yfir öllu. þegar við komumst ekki lengur á bílnum tók við c.a. hálftíma ganga að Draugagili, sem er í Ytri-Hvammsá neðan við Hvammsbarm.. Þarna blasti við ágætis ísveggur sem var ekkert annað að gera við en að byrja að berja með ísöxunum. Ísinn var alveg glerharður enda 10 stiga frost.
Ég byrjaði á að leiða þangað til fossinn var ca. hálfnaður, þá kom Pési á eftir og kláraði svo fossinn. Þegar við vorum báðir komnir upp var farið að huga að ferð niður. Vegna þess að stutt var í myrkur var ekki tími fyrir fleiri ferðir svo við sigum niður á V - þræðingu. Þegar við vorum báðir komnir niður var farið að skyggja frekar mikið svo við drifum okkur að pakka saman og fylgdum svo slóðinni til baka á bílnum. Þetta var fín upphitun fyrir klifur vetrarins.
myndir í möppunni Ísklifur í Draugagili.
Eyþór Kári
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2007 | 21:10
Á hjóli á Reykjanesi
Jæja þá var kominn tími á að fara út og hreyfa sig aðeins. Ég ættlaði rölta á eitthvað fjall og þá var ein hugmyndin að fara á Keili, en þar sem margir eru í próflestri eða uppteknir í einhverju öðru fann ég engann göngufélaga á þessu landssvæði. Þá var bara að taka hjólið og leiða það út úr íbúðinni. Eftir að vera búinn að skoða kort og finna einhverja leið sem væri hæfilega löng miðað við árstíma var ákveðið að hjóla út á Reykjanestá.
Áættlunin var Keflavíkurflugvöllur - Garðskagaviti - Sandgerði - Stafnes - Sandgerði - Keflavík, en vegna veðurs og hversu lítið var eftir af birtu ákvað ég að sleppa Stafnesi. Kanski verður það tekið á góðum degi síðar. Veðrið var ekkert mjög þægilegt, N 12 m/s og tveggja stiga hiti en bjart. Þessi blanda var til þess að mér var frekar kalt á tám og höndum. Á milli flugstöðvar afleggjarans og Garðs og á Miðnesheiðinni frá Sandgerði var svo hvasst að ég þurfti að halda fast í stýrið svo vindurinn feykti mér ekki út af kantinum, en tvisvar þurfti ég að fara inn á kantinn aftur.
Fyrra stoppið var við Garðskagavita. Þar tók ég nokkrar myndir af báðum vitum. Það eru tveir vitar á Garðskaga. Sá eldri þótti um tíð með bestu vitum landsins því hann stóð lágt og þoka því ekki til vandræða. Vitinn þótti hins vegar vera í hættu vegna landbrots og í miklu brimi sást vitinn ekki fyrir sjóroki. Hann var byggður árið 1897. Nýr viti var byggður á Garðskaga árið 1944. Yngri Garðskagavitinn er hæstur vita Íslands 28,6 metrar á hæð.
Fjaran við Garðskaga er þekkt fyrir fjlölbreytt fuglalíf og þá sérstaklega á vorin og haustin þegar margir farfuglar eru á leið til eða frá norðlægari slóðum. Ég rakst þarna á æðarkolluhóp sem stundaði sundæfingar við vitann.
Seinna stoppið var við höfnina í Sandgerði. Þar er staðsettur gulur viti. Þessi viti var byggður árið 1921 sem innsiglingarviti fyrir Sandgerðishöfn. Árið 1945 var hann svo hækkaður um 10 m. Vitinn er 22m hár og ljóshæð 25m. Árið 1916 var fyrri vitinn byggður. Vegghæðin var 3,7 m og með lágu risþaki. Núverandi viti er sambyggður öðru húsi en handrið hans minnir á varðturn í kastala.
Eftir stutt myndastopp var svo hjóluð beinasta leið (eftir vegi) til Keflavíkurflugvallar. Heildar ferðatími var á tímabilinu 13:14 til 16:08 og heildar vegalengd 36km. Veðrið var eins og fyrr segir frekar kuldalegt en samt sem áður hressandi að fara út og fá sér súrefni.
Heimildir: reykjanesguide.is
Ég setti nokkrar myndir í möppuna Reykjanestá 2.12.2007
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2007 | 21:34
Reykjaneshringur á föstudegi
Í dag tók ég rúnt um Reykjanesið. Við fórum á jeppanum mínum ég og skólafélagi minn hann Ingimundur, en hann er innfæddur Keflvíkingur og því kunnugur á þessum landshluta. Við fórum frá Keflavík rétt fyrir þrjú og vorum komnir til baka u.þ.b. þrem tímum síðar, en þá var farið að dimma. Veðrið var haustlegt eins og við var að búast, en prýðisferð þrátt fyrir það.
Við byrjuðum á að keyra að brú sem liggur milli tveggja heimsálfa, þessi brú er upp af Sandvík. Þarna er því hægt að ganga milli tveggja heimsálfa (jarðfræðilega séð) sem við að sjálfsögðu gerðum. Samkvæmt jarðfræðikenningum þá þrýstast Evrasíu- og Norður- Ameríkuflekarnir hvor frá öðrum á Reykjanesi. Plötuskilin afmarkast af gosreinum, gjám og gígaröðum sem liggja frá Reykjanesi og norðaustur um land. Ísland skiptist þannig milli tveggja jarðskorpufleka. Austurhluti landsins tilheyrir svonefndum Evrasíufleka og vesturhlutinn svonefndum Norður-Ameríkufleka.
Næst var keyrt í Sandvík sem er vinsæll áningastaður ferðafólks. Þetta er flottur staður með mikilli sandfjöru. Þessi staður var notaður við tökur á Clint Eastwood myndinni Flags of our fathers sumarið 2005. Ég væri til í að koma þangað aftur í sól og sumri.
Þar á eftir var Reykjanesviti skoðaður að utan. Fyrsti viti landsins var tekinn í notkun á Valahnúki á Reykjanesi 1878, en hann var byggður á bjargbrúninni úr tilhöggnu gróti. Hann skemmdist nokkrum árum síðar í jarðskjálfta en var svo endurnýjaður árið 1897. Núverandi viti var svo byggður á Bæjarfelli 1907-1908 í 73 m. y.s.m. Við lögðum bílnum við húsið sem er neðan við vitan og gengum svo upp tröppur sem búnar eru til úr grjóthellum. Hægt er að styðja sig við grænann kaðal á leiðinni.
Síðan lá leiðin að Brimkatli, sem er sérkennileg grótskál í fjörunni og líkist helst heitum potti. Sagan segir að tröllskessa hafi notað þennan stað til að baða sig. Þetta virtist ekki vera árennilegur staður til baðferða í dag þegar stórar öldur komu á fleygiferð og skullu á klettunum.
Að lokum var tekinn rúntur í grindavík, keyrðum niður að höfn þar sem björgunarsveitin Þorbjörn var að æfa sig.
(Sjá myndir í Reykjaneshringur)
Heimildir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.11.2007 | 00:58
Hjólaferð til Hafna
Í dag ákvað ég að dusta aðeins rykið af hjólinu mínu. Það var búið að vera óhreyft inni í stofu hjá mér undanfarnar vikur og var farið að minna meira á stofustáss heldur en farartæki. Semsagt ég hjólaði frá Keilissvæðinu til Hafna, eitthvað sem ég var búinn að ættla að gera í allt haust. Ég nennti ekki að byrja að læra fyrir Eðlisfræðipróf alveg strax. Fór af stað um 3 leitið og var kominn cirka 25 mínótum síðar. Þetta er u.þ.b. 10km hvor leið. Svo hjólaði ég og skoðaði mig um. Samtals var rúnturinn klukkutími og 11 mínótur og vegalengd 23,5 km. Fínt veður og frekar hressandi. (sjá myndir í Hjólaferð hafnir)
Smá fróðleikur:
Hafnir staðsetning: (63°55'47"N 22°40'47"W).
Hafnir eru byggðarlag á vesturströnd Reykjanesskagans, kennt við bæina Kirkjuhöfn og Sandhöfn, sem nú eru í eyði.
Hafnahreppur var sjálfstætt sveitarfélag til 11. júní 1994, en þá sameinaðist hann Keflavíkur- og Njarðvíkurkaupstöðum undir merkjum Reykjanesbæjar.
Um miðja 18.öld hófst uppgangstími í Höfnum sem stóð fram á öndverða 20.öld. Á þessu tímabili bjuggu stöndugir útvegsbændur stórbúi í Kotvogi og Kirkjuvogi, þeir ráku þar mikla útgerð stórra áraskipa og húsuðu bæi sína með þeim hætti, að ekki var reisulegra um að litast í öðrum plássum. Á þessu tímabili fjölgaði fólki stöðugt í Höfnum, og margir fluttust þangað úr öðrum byggðarlögum á Reykajnesi. En blómaskeiðið tók enda þegar að ný tækni tók að riðja sér til rúms í íslenskum sjávarútvegi. Vélbátarnir þurftu betri hafnarskilyrði og meiri þjónustu en áraskipin, en þar stóðu Hafnarmenn höllum fæti. Þess vegna dróst útgerðin saman í Höfnunum á meðan að hún efldist annarsstaðar á svæðinu, í kjölfarið fór fólki að fækka. Má segja að Hafnir hafi orðið fórnarlamb vélvæðingar. (reykjanesguide.is)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.11.2007 | 01:01
Æfingaferð með unglingum
Sunnudaginn 28. okt var lokadagurinn í verkefni sem heitir Útivist og björgunarsveit. Þetta er verkefni sem hefur verið í gangi hjá grunnskólanum á Hvammstanga núna í haust. Magnús bróðir minn sem er kennari þar hefur séð um þetta, en svo hefur hann fengið björgunarsveitarmenn sér til aðstoðar. Þetta hefur verið í boði fyrir 8. til 10. bekk. Ef ég man rétt þá hafa þátttakendur verið 14 og þar af ein stelpa. Meðal verkefna sem þau hafa fengið eru Sigæfingar, áttavitakennsla, undirbúningur ferða og fl. Krakkarnir hafa verið mjög ánægðir með þetta. Í framhaldinu á svo að stofna unglingadeild hjá björgunarsveitinni Húnum. Vonandi tekst þá að ala upp nýja og spræka björgunarmenn. Ég fann hjá mér þörf til að taka þátt í þessu verkefni svo ég skellti mér norður þessa helgi.
En semsagt á sunnudagsmorguninn var hópnum skutlað að Álfhólsvatni þar sem þau fengu kort og áttu að ganga þaðan að Laugarstapa í Hrútafirði. Þegar þau komu þangað vorum við Pési búnir að græja línur sem við höfðum tryggt í bíl og girðingu. Svo byrjuðu sigæfingar. Sumir voru eitthvað hræddir í fyrstu ferð, en eftir það var þetta orðið gaman og þau vildu fara aftur. Skólinn bauð upp á prímushitaðar pulsur í hádegismat. Eftir sigæfingarnar var farið að Reykjaskóla þar sem Káraborgin beið hópsins og sigldi með hópinn út í Hrútey á Hrútafirði
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2007 | 01:25
Landsæfing björgunarsveita 20.okt 2007
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.9.2007 | 23:28
Esjuganga með mörgæsum
föstudaginn 7.september skellti ég mér á Esjuna með tveimur stelpum, nánar tiltekið Helgu Maríu og Agnesi. Þær eru í félagi sem þær kalla mörgæsirnar www.mountainpenguins.blog.is félagskapurinn gengur út á að ganga á fjöll. Mér var semsagt boðið með sem sérstökum leynigesti. Stefnan var tekin á Kerhólakambinn en vegna lélegs skyggnis var ákveðið að fara frekar á Þverfellshorn. Útsýnið var ágætt fyrstu metrana en eftir því sem við fórum ofar minnkaði það. Eins og þeir vita sem hafa farið þessa leið er keðja til að styðja sig við á efsta partinum og einnig járnþrep í bröttustu klettunum. Það var frekar ankanalegt að rekast á svona þrep uppi á fjalli. Á toppnum er gestabók sem við skrifuðum að sjálfsögðu í.
Fínn dagur á fjöllum með hressum konum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)