23.7.2009 | 13:29
Vatnsneshringur 2009
Í gær var komið að því að hjóla vatnsneshring. Við vorum 4 sem fórum, þ.e.a.s. ég, Magnús Eðvalds Hrafnhildur og Stebbi Tvist. Kl 12:31 lögðum við af stað frá Söluskálanum á Hvammstanga. Bogga hjólaði með fram á Norðurbraut og snéri þá við. Stíf norðanátt var í bakið á okkur milli Hvammstanga og þjóðvegs 1. Í Línakradal fengum við svo vindinn á hlið en eftir að við komum á Vatnsnesveginn var vindurinn beint í fangið. Meðalhraðinn var ekki mjög hár austan við fjall sökum mótvinds. Ég hafði gert ráð fyrir kröftugum meðvindi þegar við kæmum fyrir nesið, en það hafði lægt mikið og var nánast komið logn. Við bræður þurftum aðeins að heilsa upp á afa okkar á Tjörn og drekka smá kaffi þar. leiðin vestan megin á nesinu var bara nokkuð auðveld miðað við streðið austan megin. Tæpum sjö og 1/2 tíma eftir að við lögðum af stað komum við aftur á Garðaveginn. Eftir hressandi hjólaferð var ekki ónýtt að skella sér í heitan pott í sundlauginni á Hvammstanga.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.