Miðfellstindur (1430m)

Um síðustu helgi var farin Flubbaferð á Miðfellstind. Við fórum af stað kl 19 á föstudeginum frá Fluvallarvegi. kl 00:30 gengum við af stað frá tjaldstæðinu í Skaftafelli. Kl 4 vorum við komin inn í Kjós eftir 12,5 km göngu. Þar settum við upp tjaldbúðir og sváfum í nokkra klukkutíma. um tíu leitið um morguninn var aftur farið af stað. Toppnum náð kl rúmlega 15. Þoka var á toppnum og þar af leiðandi ekkert um útsýni. Leifur Örn var kominn upp á undan okkur með hóp frá Fjallaleiðsögumönnum. Á leiðinni niður mættum við litlum hóp á eigin vegum. Allt gekk stóráfallalaust fyrir sig hjá okkur fyrir utan að Mæja gerði heiðarlega tilraun til að detta ofan í srungu. Kl hálf sjö um kvöldið komum við aftur að tjaldbúðum. Tjöldin voru tekin saman og gengið fyrir Skaftafellsheiði. Kl 23 vorum við komin á tjaldstæðið í Skaftafelli eftir 14 tíma göngu þann daginn. Kjöt var grillað því allir voru orðnir svangir eftir gönguna. Svo var tjaldað og sofið. Nýr dagur tók á móti okkur með sól og blíðu. Á heimleiðinni var komið við á Kirkjubæjarklaustri til að fara í sund og snæða pizzu. Svo var stoppað í vík og keyrt upp á Gyldarhól, þaðan var gott útsýni yfir Reynisdranga og Dyrhólaey. Milli fimm og sex seinni partinn á Sunnudeginum vorum við komin í Borgina.

24. toppur - sex eftir.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Núna hefurðu bara 10 daga til þess að klára markmiðið fyrir lok mánaðarins

Bogga (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband