Þriggja toppa kvöld

Í gær ég fór ég í skemmtilega kvöldgöngu með herra og frú Tvist. Ég sótti þau í Grafarvoginn um kl hálf níu og fór svo með þau í Mosfellssveitina. Við gengum frá Þingvallavegi í suður upp á topp Helgafells (215m). Samkvæmt klukku Hrafnhildar vorum við 19 mínótur upp á topp. Mjög svipuð leið var valin til baka. Næst var stefnan tekin á Grímmannsfell, sem samkv. mínum skilningi eru tvö fell, Stórhóll (482m) og Kolhóll (456m) (Stórhóll og Kolhóll ATG, Háihnúkur og Hjálmur LMÍ). Við vorum komin í borgina um hálf 1. Hressandi ferðalag.

18


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og samkvæmt íslandskorti GPS heita topparnir Stórhóll og Hjálmur!! Hvað er málið

Frú Twist (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband