4.6.2009 | 12:25
Hvannadalshnúkur
Ég gerðist leiðsögumaður á fjalli um síðustu helgi. Ferðafélag Íslands var með 80 manna hvítasunnuferð á Hvannadalshnúk undir styrkri stjórn Haraldar Arnar Ólafssonar sem stundum er kenndur við póla. Við vorum 11 leiðsögumenn. Ættlunin var að fara upp á laugardagsmorgni, en vegna óhagstæðrar veðurspáar var ákveðið að fresta för til sunnudagsmorguns. Í hádeginu á laugardeginum fór ég austur ásamt fleiri leiðsögumönnum. Ferðin í Svínafell tekur fjóra tíma. Þar komum við upp tjaldbúðum. Farið á fætur kl 3. Gangan hófst frá Sandfelli kl 4:20. Veðurfræðingar höfðu lofað okkur góðu veðri en það gekk ekki alveg eftir. Allskonar sýnishorn voru í boði, þoka, slydda, él og rigning í lokin. Ekkert útsýni var á toppnum, en það er alltaf viss sigur fyrir fólk að ná þangað upp. Síðustu menn voru 14,5 tíma upp og niður. Fékk far með Haraldi og Örlygi í borgina um kvöldið, komnir rétt fyrir miðnætti.
15. fjallaferðin mín á árinu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.