18.5.2009 | 13:34
Sunnudagsbíltúr um Reykjanes
Í gær fórum við Bogga í bíltúr um Reykjanesið. Skoðaðir voru nokkrir áhugaverðir staðir og í leiðinni röltum við á nokkur fjöll af minni gerðinni. Fyrsta fjallið var Sýrfell (96m) sem er norðaustan við Reykjanesvirkjun. Næst var Festarfjall (190m) sem er skammt austan Grindavíkur og rís þverhnípt úr hafi. Síðasti toppurinn sem við fórum upp á var svo Stapatindur (397m) sem er norðvestan við Kleifarvatn. Þó að þetta séu ekki mjög há fjöll þá eru þetta alveg þokkalegir útsýnishólar þar sem Reykjanesið er ekki mjög hátt. Veðrið var alveg dásamlegt.
14 fjöll á þessu ári
Athugasemdir
Bara 16 fjöll eftir og árið ekki hálfnað og sumarið ekki komið - iss þú endar með að fara á 60 fjöll þetta árið ;)
Krunka (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 23:57
það væri ekkert að því
Eyþór (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 20:47
En næst þá verður hvíldardagurinn tekin ALVEG í hvíld
Bogga (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.