Hvannadalshnúkur maí 2009

Nýliðarnir í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík fóru Sandfellsleið á Hvannadalshnúk (2111m) laugardaginn 9. maí. Við fórum frá Reykjavík kl 20:03 á föstudagskvöldinu. Cirka 5 tímum síðar komum við að Sandfelli þaðan sem við ættluðum að ganga. Planið var að hefja gönguna kl 01:30 um nóttina en vegna hvassviðris ákvað Matti að fresta för þangað til um morguninn. Við tjölduðum þrem tjöldum en Matti lagði sig í svefnpokanum sínum undir berum himni. kl hálf sex komu einhver hljóð frá foringjanum sem þýddu að allir ættu að fara á lappir. kl 7 var gengið af stað. Veðrið var mjög gott. Sandfellsleiðin er mikið gengin og slóð er farin að myndast. Eins og lög gera ráð fyrir gengum við í línu eftir að komið var á jökulinn. Veðrið hélst áfram ágætt þó það kólnaði eftir því sem ofar dró. Útsýnið var nokkuð gott yfir sunnlenskar fjörur. Nokkuð samfelld hækkun þangað til við komum í 1800m hæð, en þá tók við nokkuð löng slétta með lítilli hækkun. Lokahækkunin er svo ekki fyrr en komið er að sjálfum Hnúknum, 300m hækkun 30-45°. Áður en Hnjúkurinn var tekinn tókum við af okkur bakpokana. Heildar tími á toppinn tók 7,5 klst. Fullmikið var um ský þegar upp var komið en það rofaði til á leiðinni niður. Að vanda voru teknar toppamyndir, og nokkrar þar sem mannskapurinn var ber að ofan með tilheyrandi öskrum. Þeir sem voru komnir upp á undan okkur virtust hálf undrandi á þessu athæfi. Sama leið var farin til baka. Við mættum mörgum línum á leiðinni. Kl 7 vorum við komin niður eftir 12 tíma göngu samtals. Góður dagur á fjöllum.

fjall  11


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband