Eyjafjallajökull 3.maí 2009

Sunndaginn 3. maí fór ég á Eyjafjallajökul (1666m). Þetta var ferð á vegum FÍ fyrir starfsmenn Símans og gesti. Þeir voru 25 og fjórir leiðsögumenn. Ég var semsagt einn af þessum leiðsögumönnum, en hinir voru Örlygur Steinn, Hjalti Björnsson og Stefán P Magnússon. Mæting við hús Fí við Mörkina kl 7.10 um morguninnn og brottför kl 7.30 Farið var með rútu. Rétt fyrir kl 10 hófum við gönguna frá Seljavöllum. Fyrsta brekkan er nokkuð drjúg svo það var um að gera að fara nógu hægt af stað. í u.þ.b. 800m hæð vorum við komin á jökul og þá var hópnum skipt upp í fjórar (síma) línur. Á jöklinum var skyggnið ekki meira en 100 metrar. Greinilega hafði fleirum dottið í hug að ganga á jökulinn þennan dag, en ég giska á að það hafi verið cirka 100 manns á fjallinu. Síðasta spölinn upp á topp var veðrið farið að versna. skyggnið á toppnum var mjög lítið og hríð. Leiðin upp tók 6,5 klst. Toppamyndirnar sem voru teknar hefðu getað verið teknar á hvaða snjóskafli sem er. Sökum veðurs var lítið stoppað og við flýttun okkur niður aftur. Eftir 300 metra lækkun vorum við komin í mun skárra veður. Eins og oft gerist vorum við mun fljótari á leiðinni niður eða þrjá tíma. Komum við á kjúklingaborgarastaðnum KFC á Selfossi á leiðinni í borgina. Hressandi ferð þó skyggnið hefði alveg mátt vera betra.

fjall 10

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband