4.5.2009 | 22:07
Strútur 1.maí 2009
Á verkalíðsdaginn vorum við Bogga stödd í Húsafelli í sumarbústað sparisjóðsins á Hvammstanga hjá foreldrum mínum. Veðurspáin var í blautari kantinum fyrir helgina, en átti samt að vera þurrari á föstudeginum. Ég, Bogga og Magnús bróðir minn ákváðum að rölta á fjallið strút. Við keyrðum sem leið lá fram hjá Kalmanstungu í áttina að Surtshelli. Vegurinn var blautur á köflum en við komumst samt alveg nógu nálægt á bílnum. Við fylgdum háspennustrengnum af stað. Rétt ofan við gil bæjarlæksins fórum við yfir bæjarlækinn, svo var Neðri öxl sem liggur vestur með fjallinu fylgt upp á topp . Uppi í miðjum hlíðum tóku við snjóbrekkur. Uppi á fjallinu er endurvarpsstöð og þangað liggur jeppavegur. Þetta er frekar þægilegt rölt og samfelld hækkun. Veður til göngu var þægilegt, en það var næðingur og kalt á toppnum. Gerðar voru tilraunir til að renna sér niður á bakaleiðinni, en snjórinn var full mjúkur. Þegar við komum aftur í Húsafell var mjög hressandi að skella sér í pottinn.
Göngutími samtals 3 klst.
Hæð 937m
hækkun u.þ.b. 600m
fjall nr.9
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.