Rauðkollur

Annan dag Páska (13.4.2009) Fór ég og Daníel Ingi á Rauðkoll (749m) sem er staðsettur norðarlega í Víðidalsfjalli. Við komum við á Jörfa og hittum þar húsfreyjuna hana Stellu. Henni leist vel á þetta ferðalag hjá okkur. Við keyrðum sem leið lá framhjá bænum og eftir slóða, alveg þangað til við komum að girðingu. Við vorum búnir að græja okkur og gengum af stað kl 11:15. Veðrið var bara nokkuð gott, þó skyggnið hafi ekki verið neitt gríðarlegt. Þar sem ég var með minna reyndan mann með mér ákvað ég að skella á okkur broddum til gamans. Frekar þunnur snjór var yfir öllu, en hann hefði mátt vera harðari svo broddarnir kæmu að betri notum. Toppnum var náð eftir 2 tíma og korter. Eins og oft áður var fljótlegra að fara niður. Nokkuð gott rennsli á snjósköflum mestalla leið. Samtals tók gangan 3,5 tíma. Fyrsta ferðin mín á þennan topp að vetri til.

 Fjall nr. 8 á árinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband