7.4.2009 | 15:30
Móskarðshnjúkar
Sunnudaginn 29. mars fór ég á Móskarðshnjúka ásamt Boggu, Agnesi og Guðjóni. Við Fórum á jeppanum mínum eftir hádegið. Klukkan hefur verið 13:20 þegar við gengum af stað. Veðrið var bjart og fínt, mun betra en búist var við miðað við veðurspá. Þunnt lag af snjó var yfir öllu. Broddafæri var á smá kafla á leiðinni upp. Fyrst gengum við á miðhnjúkinn (787m) og svo á þann austari (807m). Þegar við vorum að verða komin niður fór skygnið að spillast. Samtals tók gangan u.þ.b. 5 tíma enda ekkert verið að flýta sér.
Fjall nr. 7 á árinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.