19.3.2009 | 10:56
Kistufell 14.3.2009
Ég var búinn að ákveða að skreppa til Hvammstanga þessa helgi svo þá var upplagt að taka eitt fjall í leiðinni. Kistufell varð fyrir valinu (830m). Kl 9 á laugardagsmorgni hitti ég Hödda, Stefán gjaldkera og Atla í FBSR húsinu í Reykjavík. Keyrðum út úr borginni þegar við vorum búnir að græja okkur með viðkomu í einni sjoppu. Kl 10:40 vorum við að ganga af stað. Við fylgdum girðingu upp með Kollafjarðará. Fylgdum svo snjólínu upp suðvesturhlið Kistufells. Á leiðinni upp fengum við meðvind. Ekki reyndis þörf á broddum en axir komu í góðar þarfir í snjóbrekkunni. Uppgangan tók cirka 3 tíma. Planið var að fara Gunnlaugsskarðið niður. Skyggnið var nánast alveg farið. Við ákváðum að útbúa snjósæti og polla til að hægt væri að slaka einum í einu fram af snjóbrúninni, sem við vorum ekki alveg að átta okkur á vegna skyggnis. Þegar við ættluðum að fara að græja línu rofaði allt í einu til. Við þurftum því ekki á tryggingum að halda og fikruðum okkur fram af snjóbrúninni sem var ekki eins voðaleg og við héldum. Nokkrir snjóskaflar urðu á leið okkar, sem er alltaf hressandi og flýtir fyrir. Svo fór að rigna og það rigndi þangað til við komum að bílunum. Samtals tók ferðin tæpar 5 klst. Ég hélt svo áfram til Hvammstanga en hinir fóru aftur til Reykjavíkur.
Athugasemdir
Fjall nr.6
Eyþór Eðvalds (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.