9.3.2009 | 13:46
Húsfell 8. mars 2009
Í gær var rölt á Húsfell (288m). Ég fór með Boggu, Stebba og Hrafnhildi, sem eru félagar mínir í Nýliðum FBSR. Gangan byrjar nálægt Kaldárseli, ofan við Hafnarfjörð. Farið er framhjá vatnsbólinu og svo tekur við ganga eftir nokkuð sléttu landi að fjallinu. Fórum af stað kl 14:30. Samtals tók gangan 2 tíma, upp og niður. Svo var farið í sund í Hafnarfirði. Þægilegt sunnudags rölt á auðvelt fjall.
Athugasemdir
hnuss mér finnst nú að það þurfi að koma fram að það var snjór og að sumir röltu þetta á INNISKÓNUM!!
Hrabba (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 18:45
Það er rétt, ég hefði átt að gera það. Þetta verður stundum hálf þunnt hjá mér. En semsagt, Hrafnhildur rölti á fjallið Húsfell með nokkrum félögum sínum einungis í inniskóm og þurfti hún að vaða snjó á leiðinni.
Eyþór Eðvalds (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.