Skíðaferð til Akureyrar helgina 27. feb - 1. mars

Vegna óhagstæðra snjóalaga var ákveðið að fara með B1 og B2 í skíðaferð til Akureyrar frekar en að fara í gönguskíðaferð. Farið af stað frá FBSR við Flugvallarveg kl 20 á föstudagskvöldi. Stoppuðum í Staðarskála til að borða. Fengum svo góðfúslegt leyfi hjá starfsfólkinu til að setja upp tjaldbúðir við skálann. Þvílíkan undrunarsvip hef ég sjaldan séð áður eins og þegar Matti spurði einn starfsmanninn hvort við mættum tjalda, hann hélt fyrst að þetta væri eitthvað grín.

Laugardagur. Ræs kl 6. Brottför kl 7. Komum til Akureyrar kl 10. Keyrt upp að skíðasvæði. Fljótlega voru settar upp tjaldbúðir hjá gönguskíðasvæðinu. Svo var farið í brekkurnar og skíðað til kl 16. Þá var farið í sund í Þelamörk.

Sunnudagur. Vaknað kl 8 byrjað að græja sig fyrir daginn. Tókum saman tjöldin til að flýta fyrir.Rúmlega 10 var ég kominn í lyfturnar. Skíðin sem ég var á vöktu sérstaka athygli þar sem þau eru örugglega 20ára gömul og því ekki alveg samkvæmt nýjustu tísku. Margt fólk var í fjallinu báða dagana enda veðrið og snjórinn alveg eins og það átti að vera. Kl 15 var búið að koma dótinu í bílana og þá var lagt af stað. Við stoppuðum í Staðarskála til að fá okkur að borða. Það var brjálað að gera og örugglega sjaldan verið selt eins mikið af pulsum. Milli átta og níu vorum við aftur komin á Flugvallarveginn í Reykjavík eftir góða ferð norður yfir heiðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thu ert nu meiri fjallagarpurinn....en hvernig er that ertu ekkert ad fara upp a stelpur?

Addi (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 20:57

2 identicon

Það er gert í hjáverkum þegar tími gefst

Eyþór (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband