Skíðaferð - Landmannalaugar

(Smá yfirlit skrifað eftir minni)

Helgina 13. - 15. febrúar fór ég í gönguskíðaferð með B1 (nýliðahópur FBSR). Mæting kl 19 á föstudagskvöldi. Brottför kl 20. Keyrt austur fyrir fjall. Stoppað í KFC á selfossi. Við gengum svokallaða dómadalsleið. Lögðum af stað á gönguskíðunum um ellefu. Þetta var sameiginleg ferð með B2. Við lögðum af stað á gönguskíðunum um kl ellefu. Margir höfðu aldrei stigið á gönguskíði áður. Gengnir voru cirka 5km. Færið var frekar erfitt, bleyta og krap. Nota þurfti höfuðljós vegna myrkurs. milli 2 og 3 var tekið hlé á göngunni og tjaldað.

Á laugardeginum var færið mun betra og veðrið gott. Dagurinn var langur. Að mestu leiti slétt gönguland. Á hægri hönd mátti sjá Heklu (1491m). Eftir tæplega 40km göngu ákváðu foringjarnir að þetta væri komið gott og við vorum selflutt á björgunarsveitarbílum inn í Landmannalaugar. Ef minnið bregst ekki var ég kominn þangað um kl 10 um kvöldið. Þá var farið í að setja upp tjaldbúðir og græja kvöldmat. Dagurinn var svo endaður með baði í lauginni, sem var aldeilis frábært eftir erfiði dagsins.

Sunnudagur. Ræs 7. Brottför 8, eða svona næstum því. Eftir að búið var að henda bakpoka á bakið og spenna skíði á lappirnar var arkað af stað. Fórum framhjá lauginni, yfir göngubrú og síðan meðfram brekku. Til örrygis var haft bil á milli manna ef snjórinn skyldi fara af stað fyrir ofan okkur. Mikinn hluta leiðarinnar var meðvindur sem gerði þetta bara þægilegra. Komum að Sigöldu, fengum þægilega brekku niður að vegi. Einhver bið var eftir rútunni, svo við vorum selflutt í hálendismistöðina í Hraueyjum. Þennan dag voru gengnir rúmir 20km og samtals 66,15km um helgina. Rútan keyrði svo með þreytta en sátta skíðamenn til Reykjavíkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband