8.2.2009 | 23:55
Þrælsfell - unglingadeild
Laugardaginn 7. feb var var farið með unglingadeildina Skjöld í fjallgöngu. Mæting var kl 9:30 í Húnabúð. Rétt fyrir tíu var allt klárt og Gummi Jóh keyrði okkur upp að Káraborg. Þetta voru semsagt ég, Magnús Eðvaldsson umsjónarmaður, Kristján, Daníel, Sigrún og Unnur. Veðrið var alveg prýðisgott, logn og fimm eða sex stiga frost. gangan upp tók tæplega2,5 tíma. kl 12:30 vorum við komin upp að vörðu þar sem við borðuðum hádegismat. Hálftíma síðar fórum við til baka sömu leið. Við tókum nokkrar ísaxabremsuæfingar í brekkunum. Svo var auðvitað ekki hægt að sleppa því að renna sér. Við rákumst á nokkra unga menn á vélsleðum, og sem betur fer vorum við á niðurleið þegar þeir komu. Það er aldrei gaman að vera að klífa fjall þegar kemur vélsleði og tekur fram úr manni. Þarna neðar var líka samankominn tækjafloti bjsv Húna ásamt öðrum jeppum, sleðum og fjórhjólum. Gummi Jóh kom á móti okkur á gönguskíðum. Ég, Magnús og Daníel urðum honum samferðu að bílnum hans sem var neðan við Káraborg. og fengum svo far með honum til Hvammstanga. kl 15:30 vorum við komnir niður. Enn einn góður dagur á fjöllum. Fjórða fjallgangan mín á árinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.