Tindfjallaferð með B1

Hegina 30. jan. til 1. feb. 2009 fór ég í ferð með nýliðum Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Það sem var tekið fyrir var fjallamennska 1 og snjóflóð. Mæting var kl 19 á föstudagskvöldinu í húsi fbsr og lagt var af stað kl 20. Keyrslan austur tók þrjá tíma, en það var stoppað á Selfossi til á borða. Um kl 11 var gengið af stað úr fljótshlíð upp að skála fbsr í Tindfjöllum. Það var kalt á leiðinni og vindur. u.þ.b. 3,5 tímum síðar vorum við komin upp í skála. Þá átti eftir að koma sér fyrir og borða. kl 5 var ég kominn í svefnpokann minn í gamla skálanum. Rúmlega 9 næsta morgunn kom Matti og vakti mannskapinn. Þá var skipt í tvo átta manna hópa. Minn hópur fór á snjóflóðaæfingu, þar sem var æfð leit með ýlum, grafnar holur til að skoða snjóalög og stangaleit. Um kvöldið var snjóhúsagerð. Ég gerði snjóhús með Herði, Hjalta og Hannesi. Það verk tók tvo og hálfan tíma. Næst var eldað undir berum himni, sem var stórglæsilegur. Stjörnubjartur og fallegur. við vorum svo lagstir til svefns í nýja húsinu okkar fyrir tíu um kvöldið. Kl 8 næsta morgun heyrðist í Matta sem þýddi að allir ættu að vakna og fara að græja sig fyrir daginn. Minn hópur fór í sömu verkefni og hinn hafði verið í daginn áður. Við tókum broddaæfingu og ísaxabremsu. Einnig bjuggum við til snjósæti og snjópolla sem eru aðferðir til að tryggja í snjó. Svo var rölt niður sömu leið og við komum á föstudagskvöldinu. Á miðri leið skiptum við okkur í tvo hópa og gengum restina af leiðinni í línu. Það var keyrt á Hvolsvoll þar sem við fórum í pizzuhlaðborð. Ef minnið svíkur ekki vorum við komin til Reykjavíkur milli átta og níu um kvöldið. Þetta var velheppnuð ferð og veðrið klikkaði ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband