Kayak og Keilir

síðasta sunnudag (25.01.2009) skellti ég mér til Njarðvíkur í kayakróður. Ég var kominn þangað kl 10. Þeir sem fóru ásamt mér voru Andri, Beggi og Friðrik. Við rérum aðeins út fyrir grjótgarðinn sem er fyrir utan kayakaðstöðuna. Öldurnar voru frekar stórar svo við snérum fljótlega við. Nokkrar surfæfingar voru teknar og veltur. Við enduðum svo í kaffi hjá Andra í hádeginu.

Á leiðinni til Reykjavíkur ákvað ég að nýta ferðina og skreppa á Keili  (379m). Vegurinn sem liggur um hraunið þar sem gangan byrjar var flugháll og margir stórir pollar. Kl 13.49 fór ég af stað frá bílnum. Þegar stutt var eftir að fjallinu rakst ég á Arnar Inga sem var með mér á frumgreinasviðinu ásamt hópi af skiftinemum. Á undan þeim voru maður og kona með þrjá hunda. Ég var svo fyrstur á toppinn, kl 15:02. Á niðurleiðinni mætti ég Arnari og félögum. ég fór sömu leið til baka og var kominn að bílnum kl 16:00. Hressandi sunnudagsganga. Fjall númer 3 á árinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband