12.11.2008 | 22:03
Heiðarhorn 1.11.2008
Laugardaginn 11. nóvember fór ég í ferð með Ísalp. Til stóð að fara á snæfellsnesið en áættlun var breytt rétt áður en við lögðum af stað. Við vorum sex sem fórum og hittumst eins og vanalega við Klifurhúsið kl átta um morguninn. Við fórum á tveimur bílum. Stefnan var tekin á Skarðsheiðina. U.þ.b. kl 10 gengum við af stað frá bænum Efra-Skarði í Svínadal. Við fylgdum Skarðsá til að byrja með en tókum svo stefnuna á Skarðshyrnu (946m). Frekar kalt var í veðri og vindur. Þegar toppnum var náð var stefnan tekin á Heiðarhornið (1053m) sem er hæsti hluti Skarðsheiðar. Fljótlega voru teknir fram broddar til öryggis af því snjórinn var orðinn frekar harður. Toppi Skarðsheiðar var svo náð kl 13. Mér til undrunar var mun lygnara þar heldur en nirði í dalnum. Venju samkvæmt þurfti að snúa sér í hringi og taka myndir. Svo var farið niður aftur. Fórum auðveldari leið heldur en upp þ.e.a.s ekki með viðkomu á Skarðshyrnu. Rétt fyrir kl 15 komum við niður að bílunum eftir hressandi brölt. Ég keyrði til Hvammstanga en hin fóru aftur í borgina.
Heiðarhorn
Hæð: 1053m
Göngubyrjun: Bærinn Efra-Skarð
Göngutími: 3 tímar upp, 2 tímar niður
Gönguhækkun: 960m
Göngulengd : 8-9 km
Broddar efst
Athugasemdir
Sæll Eyþór minn, ég ætla bara að kvitta hér fyrir mig. Kíki við og við á síðuna hjá þér til að sjá hvað þú sért að bralla. Margar flottar myndir hérna, fann fyrir lofthræðslu þegar ég skoðaði nokkrar þeirra. Allt gott annars að frétta frá Köben, það snjóar úti núna og komið 5mm þykkt snjólag á göturnar og öll snjómoksturstæki komin af stað. Bestu kveðjur, Addi
Addi (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 21:27
takk fyrir það félagi, kærar kveðjur til ykkar í danaveldi, nú er að bresta á með prófum hjá mér og viðeigandi geðveiki. EKE
Eyþór Eðvalds (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.