22.10.2008 | 12:08
Ísklifur í Sólheimajökli
Síðasta laugardag (18.10.2008) fór ég í ferð með Ísalp. Við hittumst fyrir utan klifurhúsið kl 8 um morguninn. Ég fékk far með Jóni Lofti sem fór með mér á mt. Blanc í sumar. Í hópnum var slatti af björgunarsveitarmönnum. Eftir u.þ.b. tvo tíma og eitt kaffistopp á Hvolsvelli komum við að Sólheimajökli. Veðrið var alveg eins og best verður á kosið miðað við árstíma. Þar sem þetta var fyrsta ferð vetrarins var klifurformið hjá mér ekki upp á það besta, en smám saman kom þetta. Vorum komin í bæinn milli sjö og átta um kvöldið eftir góða ferð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.