Þrælsfell

Rétt fyrir kl 17 síðasta fimmtudag (12.06.08) datt mér í hug að rölta upp á þrælsfellið. Ég hringdi í þá sem mér fannst líklegir til að rölta með mér, en allir voru eitthvað vant við látnir nema Guðmundur Jónsson. klukkan sex um kvöldið vorum við búnir að græja okkur og keyrðum af stað sem leið liggur fram hjá Helguhvammi, fram hjá Káraborg og yfir Fjalagilið. Þegar við vorum komnir í u.þ.b. 660m hæð lagði ég bílnum og við röltum af stað frá einskonar bílastæði sunnan við Þrælsfellið. Að auki var með í för hundurinn Baldur sem er mikill útivistarhundur. Þokan var mætt og eftir því sem ofar kom varð hún þéttari. 34 mínótum eftir að við gengum af stað vorum við komnir að vörðunni á toppnum í 900m hæð. Útsýnið var mjög takmarkað. Eftir stutt stopp og myndatökur af okkur og þoku var hlaupið til baka. Það er alltaf soldið leyndardómsfullt að ganga í þoku. Ferðin niður tók 20 mínótur. Rúmlega níu vorum við komnir til Hvammstanga og það var alveg prýðisgott að enda ferðina í heita pottinum í sundlauginni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband