5. Æfingaferð - Baula

Í gær (26.4.08) gekk ég á Baulu í Borgarfirði í annað skifti. Ég lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli kl 7:10. Stutt bensínstopp í Borgarnesi. kl 9:10 hitti ég Helga Þór og Magnús bróður minn við Búðardalsafleggjarann. Þeir höfðu lagt af stað frá Húnabúð, björgurnarsveitarhúsinu á Hvammstanga rúmlega 8. Við keyrðum áleiðis eftir fyrrnefndum afleggjara og fundum okkur fljótlega stað til uppgöngu. Kl 9:36 voru allir klárir og þá var gengið af stað í átt að Baulu. U.þ.b. tveggja kílómetra ganga er að fjallinu. Fjallið sjálft er stórgrýtt og veltum við því fyrir okkur hvort þetta væri einn haugur af grjóti. Vindurinn blés hraustlega á okkur. Kl 12:05 var toppnum náð. Skyggnið var frekar takmarkað vegna skýja. Á niðurleiðinni voru gerðar nokkrar tilraunir til að renna sér á sköflum, en þeir reyndust flestir of brattir og harðir svo skynsamlegt væri að nota þá. Við gátum ekki flýtt mikið fyrir okkur á niðurleiðinni í þessu stórgrýti og stundum ættlaði vindurinn að feykja manni um koll. Kl hálf þrjú vorum við komnir aftur að bílunum. Þá skildu leiðir, Helgi og Magnús fóru aftur norður og ég suður. Þetta var síðasta fjallgönguæfing okkar fyrir Hvannadalshnúk, en við stefnum á að fara á Hnúkinn laugardaginn 3. maí.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband