4. Æfingaferð - Helgafell

Sumardaginn fyrsta (24.4.08) fór ég á Helgafell ofan við Hafnarfjörð. Ég lagði bílnum á bílastæðinu ofan við Kaldársel og gekk þaðan kl 15:50. fyrst gekk ég eftir stikaðri slóð sem liggur í suður hægra megin við fellið. Þar hitti ég fólk sem ég hjálpaði við að finna hund sem það hafði fengið að láni. Áfram hélt ég göngunni og stoppaði við skilti sem sagði mér að ég væri í Skólalundi. Ég fór sömu leið til baka og rölti upp á tvo hóla sem urðu á vegi mínum sem samkvæmt korti heita Óbrynnishólar. Um kl fimm var ég farinn að nálgast fellið og leita að uppgönguleið. Ég fór upp frá Suð-Vestri sam var alls ekki leiðinleg leið. Á toppnum sem er 340m hár er gestabók sem ég skrifaði að sjálfsögðu í. Greinilega högðu margir verið þarna á ferðinni fyrr um daginn. Skyndilega dundi á mér haglél sem mér fannst ekki beint viðeigandi miðað við daginn. Ég valdi aðra leið niður en upp, þ.e.a.s tók stefnuna í Norð-Vestur, en þetta er hefðbunda leiðin. Það rigndi á mig alla leiðina niður. Leiðin báðar leiðir tók ca. tvo tíma með stoppi. Hressandi ferð þrátt fyrir ýmis sýnishorn af veðri.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Eyþór, var að lesa ferðasöguna, ég get vel trúað því að það hafi verið hressandi að lenda svona í hagléli. Sjálfur sit ég hér í 16 stiga hita og horfi yfir blómlegt mannlífið í garðinum mínum. Skammt frá róa kæjak menn hér framm og til baka eftir vötnunum meðan borgarbúar sleikja sólina fáklæddir. Sjálfur er ég að hugsa um að fá mér ískaldan svaladrykk og grillaða pylsu með. Hlakka til að heyra frá þinni næstu ferð, bestu kveðjur á klakann, Arnar Birgir utanlandsfari og stúdent.

 Es. þú hefðir nú gaman af því að vera hérna

Addi (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 13:04

2 identicon

Já Addi, þeim misskift gæðum heimsins. Ég þarf að kíkja til þín í sumar.

Eyþór Kári (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband