3. æfingaferð - Jörundarfell

Fór í gær (19.4.08) á Jörundarfell með Helga Þór. Við vorum mættir kl 8 í Húnabúð. Korter fyrir 9 vorum við búnir að græja okkur og lögðum af stað. Rétt sunnan við Hjallaland í Vatnsdal lögðum við bílnum og röltum af stað kl 9:36. Stefnan var tekin í suðaustur. Upphaflega var gert ráð fyrir að fylgja klettabelti fyrir ofan okkur og ganga meðfram því til suðurs uns við kæmumst fyrir það og taka svo stefnuna í norður í átt að fellinu. Við ákvaðum hinsvegar að reyna að stytta okkur leið með því að klifra í klettum og snjósköflum. Það tókst alveg ágætlega og var miklu skemmtilegra en auðvelda leiðin. Nokkrum sinnum héldum við að toppurinn væri framundan, en eins og svo oft þá er hærri toppur handan við hæðina. Síðasti hlutinn var ganga eftir snjóskafli og toppurinn var allur hulinn snjó. Ferðin upp tók þrjá tíma og þrjú korter. Áður en við fórum niður skelltum við okkur í utanyfirgalla því framundan voru nokkrir snjóskaflar sem við notuðum óspart til að renna okkur, sem var alls ekki leiðinlegt. Ferðin niður tók ekki nema tæplega tvo tíma. Veðrið á leiðinni hafði verið ágætlega þægilegt til göngu, stillt veður en sólarlaust. Það var ekki fyrr en við vorum hálfnaðir á leiðinni niður að sólin lét sjá sig. Rétt fyrir fimm vorum við aftur komnir til Hvammstanga eftir vel heppnaða ferð.


Hæð 1088 m

Uppgöngutími 3:45 klst. Niðurleið 1:50 klst.

Gönguhækkun1070 m.

Göngulengd 5-6 km

(myndir í möppunni Jörundarfell)

Jörundafell 18.4. Mynd: GÖJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband