2. æfingaferð - Tröllakirkja

Ef keyrt er norður yfir Holtavörðuheiði er fallegt fjall á vinstri hönd efst á heiðinni. Þetta fjall heitir Tröllakirkja. Það er 1001 metra hátt. Þrjár sýslur mætast á toppnum. Að vestan er Dalasýsla, að sunnan Mýrarsýsla og að norðan er Strandasýsla. Ég rölti upp á þetta fjall í gær ásamt fleirum.

 

15.3.2008

Dagurinn birjaði kl 7 þegar vekjarinn í símanum vakti mig. Næst var að hella upp á kaffi fyrir daginn og fá sér ristað brauð. rúmlega hálf átta var allt klárt til að leggja af stað. Það var óvenju þægilegt að keyra til Reykjavíkur þar sem að umferðin var alveg í lágmarki. Ég var ekki nema 30 mínótur að komast í Ártúnsbrekkuna sem er persónulegt met. Stutt nestisstopp í Borgarnesi. Ég tók eftir að vegurinn í gegnum Borgarnes er ekki alveg eins og hann er vanur að vera. Færið á heiðinni var gott fyrir utan hálkubletti.

Rétt norðan við þar sem sæluhúsið var hitti ég svo ferðafélagana. Pési var kominn á Patrol frá björgunarsveitinni Húnum með fjóra unglinga með sér úr unglingadeildinni. Planið var að var að fara af stað kl 10 en við töfðumst aðeins, meðal annars þurfti að fara og losa ónefndan jeppaeiganda frá Hvammstanga sem hafði fest sig þar sem sæluhúsið var. Við gengum af stað kl 10:40. Snjór var yfir öllu svo við sukkum í hverju skrefi. Þetta var því frekar seinlegt og erfitt færi. á stöku stað virtist snjórinn ættla að halda en það var aldrei lengi. Það er drjúgur gangur að fjallinu áður en miklar hæðarbreytingar verða, en vegalengdin upp á topp frá vegi er 5 - 6 km. þegar brattinn fór að aukast þurfti að fjölga stoppum til að hafa orku alla leið. Einnar mínótú stopp getur haft ótrúlega mikið að segja.

Stefnt var í skarðið sunnan við hæðsta toppinn. Eftir nokkrar pásur með orkudrykkjum og súkkulaði komumst við upp á hrygginn í skarðinu. Þá fengum við útsýni til vesturs m.a. til Baulu. Við gengum eftir hryggnum í norður. Á hægri hönd var snarbratt niður. Svo loks var toppnum náð eftir fjögurra tíma göngu og 700m hækkun. Útsýnið var mjög gott þarna uppi. Það var borðað nesti og teknar myndir eins og venja er í svona ferðalögum.

Þá var ekkert annað að gera en að koma sér niður aftur. Við stefndum suð-austur af fjallinu og renndum okkur niður bratta brekku á fleygiferð. Þetta var alveg stórskemmtilegt og allir voru sammála um að þetta hafi verið erfiðisins virði. Svo var þrammað áfram niður brekkurnar og á miðri leið fundum við slóðina okkar. Rúmlega 6 vorum við aftur komin í bílana. Ferðin hafði því samtals tekið 7,5 klst. Veðrið lék við okkur allan tímann með sól, hægum vindi og smá frosti. Mjög góð ferð og allir sáttir.

Af af því að stutt var til Hvammstanga ákvað að skreppa til mömmu og pabba í mat og sturtu. Rúmlega 9 lagði ég svo af stað til Keflavíkur og var kominn þangað um miðnættið. Alveg prýðisgóður dagur hjá mér.

(Myndir í möppunni Tröllakirkja)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband