1. æfingaferð - Keilir

Í gærkvöldi tók ég fyrstu æfingu fyrir Hvannadalshnúk. Ég ákvað að fara aftur á Keili. Um hálf sjö lagði ég af stað frá bílnum. Greinilega var stutt síðan fólk hafði verið þarna á ferðinni því þarna var mikið af sporum. Veðrið var fínt, hægur vindur og ekki mjög kalt. U.þ.b. klst síðar stóð ég á toppnum. Eftir að hafa skrifað í gestabókina fór ég fljótlega niður aftur. Það hafði snjóað svo það veitti mér mikla öryggistilfinningu að hafa ísöxini með þegar ég var að fara niður skaflana. Ég var reyndar með mannbrodda í bakpokanum ef það skyldi vera klaki, en það var ekki þörf á þeim. Þegar bíllinn var fundinn var komið myrkur. Himininn skartaði norðurljósum stjörnum og tungli. Loks keyrði ég til baka eftir hressandi kvöldgöngu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þegar ég var búinn að finna bílinn var komið myrkur". Ertu ekki að meina, Þegar ég var búinn að finna bílinn var komið myrkur. Afhverju segjum við ekki hlutina eins og þeir eru.  

Ingi (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 18:24

2 identicon

Einmitt, þannig var það víst. Nennti ekkert að vera að flækja þetta í morgun og kom bara með einföldu útgáfuna

Eyþór (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband