Undirbúningur fyrir Hnúk

Nú fer að styttast í að maður fari að undirbúa sig fyrir göngu á Hvannadalshnúk, en áættlunin gerir ráð fyrir að helgin 2. - 4. maí verði notuð og væntanlega laugardagurinn 3. maí til uppgöngu. Ég er búinn að smala nokkrum með mér í hóp þ.a.m. Pésa og fleiri görpum, trúlega verðum við á          bilinu 5 - 7 manns sem förum,

Fyrra skiptið fór ég vorið 2002 með Gumma Jóh, en þá vorum við báðir í björgunarsveitinni Káraborg (Húnum núna). Einnig voru með í för 3 svisslendingar, 2 karlar og ein kona. Þetta var ferð á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumanna. Uppgöngutíminn var 7,5 tími og heildar göngutími 13 tímar.

Undirbúningur hjá mér núna verður aðallega göngur á önnur fjöll eins og síðast, því það er sagt vera besta þjálfunin fyrir fjallgöngur að ganga á fjöll. Í þetta sinn ættlum við að græja þetta sjálfir án utanaðkomandi leiðsagnar. Þetta er bara spennandi og alltaf gaman að hafa eitthvað til að stefna að.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband