Umhverfis keflavíkurflugvöll á 167 mínútum

  

Þegar ég kom úr skólanum í gær datt mér í hug að taka smá hjólatúr. Kl 15:03 leiddi ég hjólið út úr íbúðinni og tók stefnuna út í Hafnir. Þegar leiðin út í Hafnir var u.þ.b. hálfnuð birtist vegur á hægri hönd sem ég var nokkurn veginn viss um að lægi út í Stafnes og kringum flugvöllinn. Þannig að ég smellti mér á þennan veg, víst að ég var búinn að fara út í Hafnir áður. Fyrst hjólaði ég eftir malarvegi en svo kom bundið slitlag. Þar reyndist vera heilmikil ísing sem var ekki til að gera lífið auðveldara. Það er alveg spurning að verða sér úti um nagladekk ef maður ættlar að halda áfram vetrarhjólreiðum. Á girðingunni kringum völlinn stóð að viðurlög við að fara yfir hana væru sektir eða fangelsisvist allt að 5 árum, svo ég ákvað að vera ekkert að stytta mér leið.

 Ég hjólaði fram hjá Ósabotnum þar sem er bílastæði og göngustígar. Einnig fór ég fram hjá Stafnesi þar sem er viti sem ég á kanski eftir að taka mynd af síðar við betri birtuskilyrði. Einnig fór ég fram hjá Básendum og Hvalsnesi. Í miklu sjávarflóði árið 1799 eyddist stór hluti af byggð í Básendum. E.t.v. á ég eftir að fara seinna og skoða þessa staði betur þegar ég hef meiri tíma og taka myndir og bæti þá kanski einhverjum meiri fróðleik við. Þegar ég kom til Sandgerðis var komið myrkur. Svo tók Miðnesheiðin við eða Romshvalanes. Tveir bílar flautuðu á mig, en ég held að ég hafi varla verið mikið fyrir þeim þar sem ég var allan tímann fyrir utan hvítu línuna og með ljós bæði að aftan og framan. Ferðin endaði svo í íbúðinni minni á Keflavíkurflugvelli kl 17:50 eftir 37km.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Ekki spurning að nagladekkin eru algjör snilld. Alls ekki svo dýr miðað við að þau endast leikandi 2-3 vetur. Alltaf velkominn líka í klúbbhúsið íslenska fjallahjólaklúbbsins ef þú hefur áhuga á að hitta fleira hjólafólk.

Alltaf gaman að fá nýtt fólk í húsið

Pétur Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 23:09

2 identicon

Já sæll

Takk fyrir það, það getur vel verið að ég kíki einhverntíman í klúbbhúsið

Eyþór Kári (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband