Jólaklifur

Annan í jólum fórum við Pési í smá ísbarning. Stefnan var tekin á Vatnsdalinn. Við fórum af stað um 10 leitið á Hilux frá björgunarsveitinni Húnum. Það var ótrúlega erfitt að vakna eftir jólaleti síðustu daga. Veðrið var vetrarlegt eins og eðlilegt er á þessum árstíma. Í Víðidalnum mættum við snjóruðningstæki frá Vegagerðinni af minnstu gerð, sennilega Hilux. Um klukkan 11 vorum við mættir á svæðið og búnir að finna okkur foss austan megin í Vatnsdalnum, og tilbúnir að rölta af stað með tilheyrandi búnað á bakinu. Ég hélt að það ættlaði aldrei að birta. Annað slagið var boðið upp á snjómuggu, en það var ca. 2 stiga frost. Fossinn sem við fundum er ágætlega hár, ég mundi giska svona 40 - 50 metrar upp að stalli en þar fyrir ofan er minni bratti. Vegna þess hversu ótraustur ísinn var þá þorðum við ekki að fara mjög hátt, fórum í mesta lagi svona 10 metra. Samt bara fínt. Ég setti tvær ísskrúfur og svo tókum við nokkrar toperope æfingar með smá hliðrunum. Fossinn var ófreðinn í miðjunni þannig að hann frussaði vatni yfir mig svo ég varð m.a. blautur á höndunum. Þá verður manni helvíti kalt. Þetta var samt hressandi.

Þegar við vorum báðir orðnir nokkuð ánægðir með okkur fórum við heim. Við vorum komnir til Hvammstanga rétt fyrir 3. Þá brunaði ég út að Tjörn þar sem var jólaboð í fullum gangi. Þar voru saman komnir ættingjar og úrval af Hnallþórum eins og hver gat í sig látið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband