Jólaskíði

Um tvö leitið dag gerði ég tilraun til að fara á skíði. Í einhverju bjartsýniskasti setti ég gönguskíðin á toppinn á jeppanum mínum og keyrði upp að tjaldstæðinu í Kirkjuhvammi. Þar steig ég á skíðin og gekk af stað upp með norðari gilbrúninni.  Þegar ég var kominn upp að girðingu sá ég að þetta var bara rugl og snéri við, semsagt alltof lítið af snjó. Áður en ég fór að heiman var ég búinn að segja að það væri aðeins ein leið til að komst að því hvort það væri skíðafæri eða ekki, sem væri að fara út og gá. Ég náði meira að segja að detta á leiðinni niður að tjaldstæði þegar ég flækti hægra skíðið í þúfu sem stóð upp úr snjónum. Þarna var mjög óslétt vegna snjóleysis.

En þar sem mér fannst þessi skíðaferð heldur í styttra lagi og ennþá smá eftir af birtu þá brá ég á það ráð að skilja bílinn eftir og halda áfram að renna mér. Ég fór framhjá þjónustuhúsinu og smellti mér svo á Orminn langa en svo kallast göngustígur sem liggur frá Hvamminum niður að kaupfélaginu. Þarna fékk ég ágætis rennsli sem endaði niðri á bryggju. Þökk sé fyrrverandi umhverfisstjóra Húnaþings vestra fyrir að hafa látið gera þennan stíg.

 

Jólakveðja

Eyþór Kári 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband