9.12.2007 | 22:44
Ísklifur í Draugagili
Í dag fóru ég og Pési í ísklifur. Við fórum af stað fjótlega eftir hádegi á björgunarsveitarbíl frá Húnum. Við Byrjuðum á að keyra upp í Kirkjuhvamm og fylgdum slóðinni sem farið er eftir þegar komið er úr fjallaskokkinu. Þá þurfti að fara í gegnum þrjú hlið. Þunn snjóslykja var yfir öllu. þegar við komumst ekki lengur á bílnum tók við c.a. hálftíma ganga að Draugagili, sem er í Ytri-Hvammsá neðan við Hvammsbarm.. Þarna blasti við ágætis ísveggur sem var ekkert annað að gera við en að byrja að berja með ísöxunum. Ísinn var alveg glerharður enda 10 stiga frost.
Ég byrjaði á að leiða þangað til fossinn var ca. hálfnaður, þá kom Pési á eftir og kláraði svo fossinn. Þegar við vorum báðir komnir upp var farið að huga að ferð niður. Vegna þess að stutt var í myrkur var ekki tími fyrir fleiri ferðir svo við sigum niður á V - þræðingu. Þegar við vorum báðir komnir niður var farið að skyggja frekar mikið svo við drifum okkur að pakka saman og fylgdum svo slóðinni til baka á bílnum. Þetta var fín upphitun fyrir klifur vetrarins.
myndir í möppunni Ísklifur í Draugagili.
Eyþór Kári
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.