Hjólaferð til Hafna

Í dag ákvað ég að dusta aðeins rykið af hjólinu mínu. Það var búið að vera óhreyft inni í stofu hjá mér undanfarnar vikur og var farið að minna meira á stofustáss heldur en farartæki. Semsagt ég hjólaði frá Keilissvæðinu til Hafna, eitthvað sem ég var búinn að ættla að gera í allt haust. Ég nennti ekki að byrja að læra fyrir Eðlisfræðipróf alveg strax. Fór af stað um 3 leitið og var kominn cirka 25 mínótum síðar. Þetta er u.þ.b. 10km hvor leið. Svo hjólaði ég og skoðaði mig um. Samtals var rúnturinn klukkutími og 11 mínótur og vegalengd 23,5 km. Fínt veður og frekar hressandi. (sjá myndir í Hjólaferð hafnir)

 

Smá fróðleikur:

Hafnir staðsetning: (63°55'47"N   22°40'47"W).

Hafnir eru byggðarlag á vesturströnd Reykjanesskagans, kennt við bæina Kirkjuhöfn og Sandhöfn, sem nú eru í eyði.

Hafnahreppur var sjálfstætt sveitarfélag til 11. júní 1994, en þá sameinaðist hann Keflavíkur- og Njarðvíkurkaupstöðum undir merkjum Reykjanesbæjar.

Um miðja 18.öld hófst uppgangstími í Höfnum sem stóð fram á öndverða 20.öld. Á þessu tímabili bjuggu stöndugir útvegsbændur stórbúi í Kotvogi og Kirkjuvogi, þeir ráku þar mikla útgerð stórra áraskipa og húsuðu bæi sína með þeim hætti, að ekki var reisulegra um að litast í öðrum plássum. Á þessu tímabili fjölgaði fólki stöðugt í Höfnum, og margir fluttust þangað úr öðrum byggðarlögum á Reykajnesi. En blómaskeiðið tók enda þegar að ný tækni tók að riðja sér til rúms í íslenskum sjávarútvegi. Vélbátarnir þurftu betri hafnarskilyrði og meiri þjónustu en áraskipin, en þar stóðu Hafnarmenn höllum fæti. Þess vegna dróst útgerðin saman í Höfnunum á meðan að hún efldist annarsstaðar á svæðinu, í kjölfarið fór fólki að fækka. Má segja að Hafnir hafi orðið fórnarlamb vélvæðingar. (reykjanesguide.is)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Húsfrú

hæ hæ. Ef þú hefðir hjólað ca. 2 km út fyrir hafnirnar þá hefðir þú komið að mjög fallegu húsi sem er kallað Junkaragerði, hús sem er til sölu og á sér mikla sögu, þú getur flett því upp á google.com  og ef þú hefðir nennt að hjóla örlítið lengra og beygt til hægri og þá hefðir þú endað niður í Sandvík sem er algjör paradís. Langaði bara að benda þér á þetta, þú kannski hjólar lengra næst :)

Kv, Helga í Reykjanesbæ

Húsfrú, 10.11.2007 kl. 01:12

2 identicon

Sæl Helga, gaman að fá viðbrögð svona fljótt, var varla búinn með færsluna. En hvernig fannst þú síðuna mína?

Eyþór (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 01:28

3 identicon

Þú hjólaðir út í Hafnir.

Edda Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 01:32

4 identicon

Það stemmir

Eyþór (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 01:39

5 identicon

Eyþór duglegimaður!

Steinunn (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 21:43

6 identicon

Þetta hljómar mjög spennandi ferð. Líklegt að ég fari þetta sjálfur einhverja helgina núna. Skemmtilegar myndirnar sem þú tókst þaðan. Hef ekki hjóla nægilega mikið á Reykjanesi og þetta hljómar eins og fullkominn staður til að byrja á.

 Passa mig þá að kanna þessa staði sem Helga minnist á

Pétur Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband