Æfingaferð með unglingum

Sunnudaginn 28. okt var lokadagurinn í verkefni sem heitir Útivist og björgunarsveit. Þetta er verkefni sem hefur verið í gangi hjá grunnskólanum á Hvammstanga núna í haust. Magnús bróðir minn sem er kennari þar hefur séð um þetta, en svo hefur hann fengið björgunarsveitarmenn sér til aðstoðar. Þetta hefur verið í boði fyrir 8. til 10. bekk. Ef ég man rétt þá hafa þátttakendur verið 14 og þar af ein stelpa. Meðal verkefna sem þau hafa fengið eru Sigæfingar, áttavitakennsla, undirbúningur ferða og fl. Krakkarnir hafa verið mjög ánægðir með þetta. Í framhaldinu á svo að stofna unglingadeild hjá björgunarsveitinni Húnum. Vonandi tekst þá að ala upp nýja og spræka björgunarmenn. Ég fann hjá mér þörf til að taka þátt í þessu verkefni svo ég skellti mér norður þessa helgi.

En semsagt á sunnudagsmorguninn var hópnum skutlað að  Álfhólsvatni þar sem þau fengu kort og áttu að ganga  þaðan að Laugarstapa í Hrútafirði. Þegar þau komu þangað vorum við Pési búnir að græja línur sem við höfðum tryggt í bíl og girðingu. Svo byrjuðu sigæfingar. Sumir voru eitthvað hræddir í fyrstu ferð, en eftir það var þetta orðið gaman og þau vildu fara aftur. Skólinn bauð upp á prímushitaðar pulsur í hádegismat. Eftir sigæfingarnar var farið að Reykjaskóla þar sem Káraborgin beið hópsins og sigldi með hópinn út í Hrútey á Hrútafirði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband