Landsæfing björgunarsveita 20.okt 2007

Ég fór á landsæfinguna á laugardaginn með fjallabjörgunarhóp frá Björgunarfélagi Akraness. Þetta voru Þórður, Eyþór og Helga María. Ég hitti þau á Select um fimm leitið og fékk far með þeim áfram austur að skógum þar sem æfingin var haldin. Eftir að búið var að kynna okkur helstu atriði æfingarinnar fengum við verkefni. Bíll hafði farið útaf og lent í Jökulsá á Sólheimasandi. Okkar verkefni var að búa til línubrú og ferja farþegana í börum frá bílflakinu á öruggan stað svo hægt væri að flytja þá með bílum í sjúkratjald. Meðan á þessu stóð létu veðurguðirnir stórann skammt af rigningu dynja á okkur. Seinna verkefnið sem við fengum var að bjarga þremur klettaklifrurum úr klettum sem nefnast Pöstin. Þá þurfti að notast við félagabjörgun og síga að sjúklingunum og svo voru björgunarmenn og sjúklingar hífðir upp með dobblunum. Æfingin endaði svo með kvöldmat, en Slysavarnarfélagið Landsbjörg bauð upp á kjúkkling og meðlæti. Svo var keyrt í bæinn á eftir. Þetta var mjög lærdómsrík og skemmtileg æfing. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur örugglega verið gaman, og ekkert smá lærdómsríkt! En farðu nú að sofa .. hehe

Steinunn litla systir (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 01:43

2 identicon

Sæll nafni.

flott síða hjá þér, vertu duglegur að blogga, kíktu á klifrarinn.bloggar.is

Eyþór BA (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 12:25

3 identicon

Já sæll, nafni

ég geri það bara núna

Eyþór (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband