Esjuganga með mörgæsum

föstudaginn 7.september skellti ég mér á Esjuna með tveimur stelpum, nánar tiltekið Helgu Maríu og Agnesi. Þær eru í félagi sem þær kalla mörgæsirnar www.mountainpenguins.blog.is félagskapurinn gengur út á að ganga á fjöll. Mér var semsagt boðið með sem sérstökum leynigesti. Stefnan var tekin á Kerhólakambinn en vegna lélegs skyggnis var ákveðið að fara frekar á Þverfellshorn. Útsýnið var ágætt fyrstu metrana en eftir því sem við fórum ofar minnkaði það. Eins og þeir vita sem hafa farið þessa leið er keðja til að styðja sig við á efsta partinum og einnig járnþrep í bröttustu klettunum. Það var frekar ankanalegt að rekast á svona þrep uppi á fjalli. Á toppnum er gestabók sem við skrifuðum að sjálfsögðu í.

 Fínn dagur á fjöllum með hressum konum

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

veit nu ekki hvað mörgæsunum finnst um það að vera kallaðar konur  vona að það sé frekar það að við séum fullar af visku en að þetta hafi eitthvað að gera með aldurinn hehe ..

en þakka þér fyrir skemmtilega göngu, förum að finna tíma á þá næstu

kv Helga María penguin

helgan (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 22:25

2 identicon

Hafi þetta verið móðgandi þá byðst ég afsökunar á því. Það er alltaf spurning hvenær kona er kona og hvenær stelpa er stelpa en ég efast ekki um að þið eruð fullar af visku

EKE

Eyþór (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband