Klifur og jakahopp

Laugardaginn 17. febrúar 2007 fóru ég og Pétur og tókum smá ísklifuræfingu. Við fórum af stað um hádegi til að leita að ís. Við keyrðum áleiðis upp á Víðidalstunguheiði aðeins lengra en Bergá, svo fylgdum við girðingu niður að gili Víðidalsár. Þegar þangað var komið fórum við að leita að heppilegum stað til að komast niður í gilið. Eftir smá leit fundum við ágæta leið. Við gengum upp með ánni, en vegna þess að hún var búin að ryðja sig og stór klakastykki út um allt var ekkert annað að gera en setja á sig broddana. Þarna fengum við skemmtilega leið á bakka árinnar þar sem við ýmist gengum eða stukkum milli jaka til að komast leiðar okkar. Loks fundum ís sem við gátum notað til að klifra upp úr gilinu. Ísinn var skemmtilega mjúkur svo mjög gott var að klifra í honum. Pétur byrjaði á að leiða en svo klifraði ég af stað og leiddi en hann tryggði. Þegar ég var komin u.þ.b. 30 metra upp fyrir hann var gilbrúninni náð. Þá var líka allur ís búinn en síðustu metrana þurfti að klifra í freðinni grasbrekku. Þegar upp var komið fann ég trausta þúfu sem ég tryggði í svo að Pétur kæmist upp af öryggi. Þetta var prýðisgóður dagur með blöndu af göngu jakahoppum og klifri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úff þetta hefur verið gaman

gaman að sjá nýtt blogg hjá þér, og allar nýju myndirnar!!

helgan (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband