Ísklifur á Víðidalstunguheiði

Í gær (13. jan 2007) fórum við Pétur af stað um 10 leitið um morguninn og keyrðum inn í Víðidal. Ætlunin var að finna sér góðann foss til að æfa sig í ísklifri. Fyrir valinu varð Öxnárfoss sem fellur í Víðidalsá. til að komast að honum þurfti að keyra fram hjá Hrappstöðum og áleiðis upp á Víðidalstunguheiði. Þegar við vorum komnir á staðinn byrjuðum við á að búa til aðaltryggingu með þremur íssksrúfum. Síðan sigum við niður fossinn í "top rope" eftir að vera búnir að klifra upp fossinn eftir nokkrum mismunandi leiðum enduðum við á að fara upp án "top rope" og skiptumst við á að tryggja og leiða. Fín æfing og frábær dagur, við vorum komnir heim um kl 18 þannig að birtan var nýtt í botn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband