27.9.2007 | 23:12
Bauluferð
Lagt var af stað rúmlega átta laugardaginn 18. nóvember 2006, ég frá Reykjavík en Pétur frá Hvammstanga. Hann var mættur á undan mér en leiddist ekki því hann hafði Fréttablaðið með sér til að lesa. Gengið var frá Búðardalsafleggjaranum og tók uppgangan um tvo og hálfann tíma sem teljast vera lægri mörk samkvæmt bók þeirra Ara og Péturs um 151 fjall. Stórgrýtt með snjó á milli. Veðrið var kalt en mjög fallegt og útsýnið fagurt. Niðurgangan tók um tvo tíma. Góð ferð þrátt fyrir óvænta salibunu hjá mér á niðurleiðinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.