8.3.2010 | 13:26
Vestursúla
Laugardaginn 20.2 2010 fór ég á Vestursúlu (1089m) sem er í Botnssúlum. Vestursúla er hæsta fjall í Kjósarsýslu. Með í för voru þau Bogga og Stebbi Tvist. Við lögðum bílnum á bílastæðinu við Stórabotn. Það var kalt í veðri en aðstæður að öðru leyti fínar. Rétt fyrir ellefu gengum við af stað. Fyrst fylgdum við leggjabrjótsleið sem liggur frá Hvalfirði yfir að þingvöllum, en tókum svo stefnuna á Vestursúlu. Fjallið var hvítt af snjó og því eina vitið að setja á sig brodda, sem við gerðum. Á undan okkur var hópur á vegum Íslenksra fjallaleiðsögumanna. Leiðin upp tók u.þ.b. 3,5 klst. Á toppnum var útsýnið útrúlega gott (miðað við veðurspá). Sama leið farin til baka. Samtals tók ferðin cirka 6 tíma. Fínn leiðangur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.