Sýslufjallaverkefnið hefst

fimmtudaginn 18.2.2010 var farið á fyrsta toppinn í sýslufjallaverkefninu. Markmiðið er að fara á hæsta fjall í hverri sýslu á árinu 2010. í gær fórum við Bogga á Hákoll sem er í Bláfjöllum. Hann er hæsta fjall í Gullbringusýslu (580m). Það er auðveld og þægileg leið. Veðrið hentaði einkar til fjallgöngu, 10 stiga frost og stillt veður. Ferðin byrjaði við skíðaskála Fram og endaði þar líka. Upp: 40 mín, Niður: 40 mín. Samtals vegalengd u.þ.b. 2,5 km.

Góð upphitun fyrir næstu fjöll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband